Þessi uppskera frá Rubielu er blanda af þremur mismunandi afbrigðum. Það er flókið í bragði með safaríka fyllingu og helstu bragðeinkennin eru ferskjur og svart te. Blómlegt eftirbragð og kjörið til að laga úr því kaldbruggað kaffi.
FRAMLEIÐANDI ••••••••••••••••••••••• Rubiela Velázquez
LAND ••••••••••••••••••••••••••••••••• Kólumbía
HÉRAÐ ••••••••••••••••••••• Planadas, Tolima
HÆÐ YFIR SJÁVARMÁLI •••• 1900 metrar
VINNSLA ••••••••••••••••••• Þvegið
AFBRIGÐI •••••••••••••••••• Castillo, Caturra, Tambo
UPPSKERUÁR ••••••••••••••••••••••••••• 2019
Rubiela Velázquez ræktar kaffið sitt hátt yfir sjávarmáli og það er ein af ástæðunum bakvið það flókna bragð sem hún nær úr því. Í þessari hæð er mjög sveiflukennt hitastig milli dags og nætur og hefur það mikil áhrif á hvernig brögðin þróast þegar berin eru að þroskast. Búgarður hennar, La Esmeralda er afar afskekktur og aðeins aðgengilegur fótgangandi eða á hestibaki. Þannig að ár hvert, nýtir hún asna til að flytja uppkeru sína til nærliggjandi vegar þar sem kaffið er síðan ferjað í trukka og selt. Þetta er fjórða uppskeran sem við flytum inn frá Rubielu og þegar við tökum fyrsta sopann er það með hápunktum ársins.