HEILDSALAN

Við ristum sérstaklega fyrir fyrirtæki sem vilja drekka og bjóða upp á gott kaffi innanhúss. Við vinnum með skrifstofum, kaffihúsum, metnaðarfullum kokkum og jafnvel súkkulaðiverksmiðjum við að bæta gæði kaffisins sem drukkið er, gestum boðið uppá eða notað í framleiðslu á mat og drykk.

RÁÐGJÖF

Ef þú ert í þeim sporum að opna kaffihús eða taka skrefið lengra með verkefni sem nú þegar er komið koppinn, getum við hjálpað þér að taka ákvarðanir sem snúa að kaffinu. Við veitum ráðgjöf um val á uppáhellibúnaði, kvörnum og uppsetningu kaffibars svo fátt eitt sé nefnt. Það er margt þarf að huga að og við erum sérfræðingar í því. Í framhaldinu bjóðum við upp á þjálfanir fyrir starfsfólk, búum til uppskriftir og stillum vélar. Við aðstoðum við allt þetta með glöðu geði.

Við ristum sérstaklega fyrir hvern heildsölukúnna fyrir sig, pökkum og sendum stærri sendingar í hverri viku.  Einnig bjóðum við upp á vinnusmiðjur, smakkanir og fróðleik fyrir stjórnendur og starfsfólk til að skerpa á kaffiþekkingunni.

Til að taka skrefið í átt að góðu kaffi, er langbest að senda vangaveltur og spurningar á veffangið mail@reykjavikroasters.is og við svörum þér um hæl.

0