Kaffibarþjónanámskeið
Tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja öðlast betri færni í espressogerð heimavið en kennt verður á sambærilega vél og við notum á kaffihúsunum okkar. Á þessu námskeiði förum við yfir allt það sem skiptir máli að útbúa góðan espresso ásamt því að flóa og freyða mjólk svo úr verði silkimjúkur kaffibolli.
Tilvalinn fjöldi á námskeiðinu eru tveir til þrír þátttakendur og námskeiðið er um ein og hálf til tvær klukkustundir.
Verð á hvern þátttakenda er 15.900kr.
Hægt er að senda fyrirspurnir á formi hér að neðan sem svarað verður um hæl.

