Lýsing
Rubiela Velázquez ræktar kaffið sitt hátt yfir sjávarmáli og það er ein af ástæðunum bakvið það flókna bragð sem hún nær úr því. Í þessari hæð er mjög sveiflukennt hitastig milli dags og nætur og hefur það mikil áhrif á hvernig brögðin þróast þegar berin eru að þroskast. Búgarður hennar, La Esmeralda er afar afskekktur og aðeins aðgengilegur fótgangandi eða á hestibaki. Þannig að ár hvert, nýtir hún asna til að flytja uppkeru sína til nærliggjandi vegar þar sem kaffið er síðan ferjað í trukka og selt. Þetta er fjórða uppskeran sem við flytum inn frá Rubielu og þegar við tökum fyrsta sopann er það með hápunktum ársins.