Hellingur af sólberjabragði. Bragðmikið með mjúkri ávaxtasýru og tæru bragði. Mjög ávaxtaríkt og sætt kaffi með langt eftirbragð og já, sólberjatóna í bragði.

Uppruni : Kenía
Hérað : Embu
Framleiðandi : Í kringum 1050 meðlimir í Kigubu samyrkjunni
Afbrigði: SL-28 & SL-34 AA
Vinnsla : Þvegið

Vinnslustöðin GIKIRIMA er í eigu 1050 meðlima Kibigu samyrkjunnar. Kaffiðtrén vaxa í suð-austur hlíðum af Mt Kenía og bændurnir koma með baunirnar til Gikirima þar sem þær eru viktaðar, unnar og þvegnar. Kaffið er þvegið sama dag og það kemur í vinnslustöðina og svo er það þurrkað og flokkað. Samyrkjan ræktar samblöndu af kaffiafbrigðunum SL28 og SL34, einnig er þar ræktað te, bananar og maís. Rekstur samyrkjunnar sér bændunum fyrir farboða sem og kosnað við menntun barnanna í samfélaginu.

Kaffi frá sama landi
0