HVAÐAN KEMUR KAFFIÐ?

Mörgum sinnum í mánuði fáum við sendar til okkar prufur af grænum baunum frá öllum helstu kaffiræktunarþjóðum, sem við svo ristum í litlum prufuristara af mikilli kostgæfni. Stundum koma prufurnar beint frá bónda, en stundum er einn milliliður og þá er það innflutningsaðili sem staddur er í Evrópu. Reglulega ristum við svo prufurnar, smökkum og kaupum að það sem okkur finnst gott!

 

Hér er að finna gagnagrunn okkar um uppskerur sem við höfum flutt inn til þessa. Kaffi er árstíðarbundin ávöxtur og eltum við uppskerurnar útum allt til að fanga það besta hverju sinni. Við erum alveg jafn sorgmædd og viðskiptavinir okkar þegar að síðasta ristunin af okkar eftirlæti er í ofninum. En örvæntið ekki, því það kemur alltaf ný góð uppskera þegar ykkar uppáhald klárast

0