In workshop

Reykjavík Roasters hafa skipulagt nýja vinnustofu fyrir börn sem mun eiga sér stað í kaffihúsinu í Brautarholti 2, 105 Reykjavík.
Þetta er upplögð leið til að hefja helgina, að fá sér ljúfan kaffibolla eða morgunverð á meðan börnin fá tækifæri til að uppgötva, skoða og skapa.
Verð: 1000 kr
(Það þarf ekki að skrá börnin með fyrirvara, nóg að mæta tímanlega og láta starfsfólk vita um þáttöku barns/barna þegar mætt er á staðinn.)

Skúlptúrsmiðjan fer fram Laugardaginn 2.mars frá kl.10-12 þar sem unnið er út frá skúlptúr og áferð með myndlistarkonunni Unu Björgu Magnúsdóttur.

Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum 4-9 ára og fjölskyldum þeirra.

Í smiðjunni verður unnið með fjölbreytilegan efnivið og eiginleikar þeirra skoðaðir. Efni koma oft á óvart þegar þau eru skoðuð nánar, hvernig þau teygjast eða beygjast, ilma eða hljóma.
Una mun kenna og leiða þátttakendur áfram við ýmsar aðferðir skúlptúrgerðar.

Una (f. 1990) útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og lauk einnig MA námi í myndlist í ÉCAL í Sviss árið 2018. Hún býr og starfar í Reykjavík þar sem hún kennir myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur samhliða eigin starfi.

0