DONA DARKO

1.700 kr.5.100 kr.

Hið dularfulla hliðarsjálf Dona Nenem hefur mikla fyllingu og afgerandi bragði af tóbaki, dökku súkkulaði og brenndri karamellu. Það sem er einkennandi er lág sýra, mildir tónar af heslihnetu með sætri beiskju og löngu eftirbragði.

Uppruni: Minas Gerais í Brasilíu
Fylki: Mogiana, 1000-1400m
Vinnsla: Hunangsvinnsla
Afbrigði: Gulur Bourbon

SKU: N/A Category:

Lýsing

Í öllum kaffiræktunarlöndum eru áskoranir sem þarf að takast á við og finna lausnir á, til að mynda veðurfar og landslag. Til að vera samkeppnishæfir hafa margir kaffibændur í Brasilíu snúið til nýsköpunar og aukinnar tækni – og vélvæðingar. Kaffiberin fara í gegnum þurra-, hunangs- eða þvegna-vinnsluaðferð. Eftir það eru vélar notaðar til þess að flokka baunirnar eftir stærð og þéttleika. Þeir hafa jafnvel vélar til þess að fjarlægja gallaðar og skemmdar baunir með litagreiningu og útfjólublátt ljós til þess að fjarlægja óþroskaðar baunir. Þrátt fyrir alla þá tækni sem Brasilía hefur innleitt, kemur það ekki í staðinn fyrir mannauðinn sem býr að baki.

Viðbótarupplýsingar

Weight N/A
Veldu stærð

1kg, 250g

Viltu kaffið í baunum eða malað

Heilar baunir, Malað kaffi