El Libano er bragðmikið kaffi með þéttri meðalfyllingu, bragðeinkennin eru dökk karamella, kakó og kökukrydd eins og negull, kanill og kardimommur. Langvarandi og sætt eftirbragð sem minnir á þurrkaða ávexti.
- FRAMLEIÐANDI ••••••Herbert Estuardo Pérez Liquidano
- LAND •••••••••••••••••• Guatemala
- HÉRAЕ••••••••••• Acatenango
- HÆÐ YFIR SJÁVARMÁLI •••••••••••••••• 1900 metrar.
- VINNSLA •••••••••••••••••••• Þvegið og sólþurrkað
- AFBRIGÐI •••••••••••••••••••• Caturra, Typica, Bourbon
- UPPSKERUÁR •••••••••••••••••••• 2019
Herbert Pérez hefur starfrækt kaffibúgarð sinn síðan árið 1992. Upphaflega var El Libano hluti af stærri búgarði La Pampa og var í eigu afa Herberts síðan 1915. El Libano var ekki kaffibúgarður frá byrjun og var ræktað korn, baunir og sykurreyr en það var árið 1940 þegar El Libano uppskar sína fyrstu kaffiuppskeru. Þegar keypt var vinnslustöð (e.wet mill) og flutningsbifreiðar, vegir voru ruddir tuttugu árum seinna þá gat Herbert fullunnið vöru sína á staðnum. Hann gat áður unnið alfarið við búskap sinn, allt til nýlega þegar uppskerubrestur átti sér stað. Það neyddi hann til að sækja um vinnu við uppbyggingu landbúnaðar á svæðinu þá gat hann nýtt þá þekkingu til góðs fyrir búgarð sinn.