In exhibition, i kring

Following the graphic print workshop that included 17 artists and took place in Asmundarsalur over the month of December; í kring joined force with print & friend, and offered to three of these artists, Almar Atlasson, Daði Guðbjörnsson and Kristín Gunnlaugsdóttir, to exhibit a small selection of work along with the pieces created during the workshop.  Every café of the Reykjavik Roasters hosts a part of this three-fold exhibition. (Kárastígur 1, Brautarholt 2, Freyjugata 41 – Ásmundarsalur)

We invite you to join our artist Walk & Talk on the Friday 10th of January starting at 17:00 in Brautarholt 2 

We will continue the evening with the opening celebration that same day at 18:30 in Ásmundarsalur.

 

Kárastígur 1.

Almar Atlason

Almar Steinn Atlason er myndlistarmaður sem starfar frá Reykjavík og hefur haldið fjölda sýninga víða um heim, oftast nær óboðinn. Verk Almars fást við óhlýðni, samviskubit, ofbeldi og samfélagshlutverk. Hann notar mest gjörninga, málverk og margmiðlunar innsetningar við framsetningu verka sinna. Almar reynir að víkka rými verka sinna og teygja þau inn á óhefðbundin svæði svo sem verslunarmiðstöðvar, kommenta kerfi og skjalageymslur opinberra stofnana og gengur þar oft þvert á mörk samfélagsins. Hann spyr opinna siðferðislegra spurninga og virkar oft einfaldur og eða barnalegur þegar hann skoðar hluti sem öllum eru sjáanlegir en liggja þó gjarnan ósagðir líkt og í sögunni um nýju fötin keisarans.

Daði Guðbjörnsson

F: 12-5-1954

Daði hefur lokið námi í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Ríkisakademíunni í Amsterdam, en einnig hefur hann lokið sveinsprófi í húsgagnasmíði.

Hann hefur unnið við myndlist að aðalstarfi í u.þ.b. 40 ár. Þá aðallega við màlverk, grafík, bókverk og skúlptúr. Daði hefur sýnt í öllum helstu söfnum landsins og einnig lítillega erlendis. Verk eftir Daða eru algeng á íslenskum heimilum, stofnunum og fyrirtækjum en einnig hafa þau verið fjölfölduð og birst í bókum, kortum, konfektkössum og á frímerkjum.  

Daði tekur stöðu í list sinni með þrá mannsins til að tengjast andanum í hjartanu og rótum sínum í tilfinningalífinu. Má segja myndirnar séu alla jafna skapaðar í sérstöku hugleiðslu og vitundarástandi Sahaja yoga (nirvichara samadhi).

Brautarholt 2

Kristín Gunnlaugsdóttir

Kristín Gunnlaugsdóttir er fædd 1963 á Akureyri. Hún lauk námi frá MHÍ 1987 og BA frá Accademia di Belle Arti, Flórens, Ítalíu 1995. Hún hefur starfað við myndlist eingöngu en einnig kennt við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Verk hennar hafa verið sýnd heima og erlendis, meðal annars ,,Sköpunarverk“/ ,,Creation“ í Listasafni Íslands árið 2014. Árið 2019 var Kristín með 7 einkasýningar, á Íslandi, Vínarborg og Genf.

“Upplifanir”, 2019, er unnin með olíukrít á pergament og pappír, rammarnir eru einnig unnir af Kristínu.

Í verkunum notast Kristín eingöngu við lifandi fyrirmyndir.

 

Ásmundarsalur

Prent og vinir

Prent og vinir reka grafíkvinnustofu í Gryfjunni í Ásmundarsal í tengslum við jólasýninguna í Ásmundarsal 2019, Ég hlakka svo til. Völdum listamönnum hefur verið boðið að vinna verk í upplagi á verkstæðinu, einn listamaður á dag fram að jólum.

Verk þeirra er sýnt í kaffihúsinu í Ásmundarsal.

Listamennirnir sem taka þátt eru:

Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Helgi fiorgils Friðjónsson

Erling Klingenberg

Sigurður Árni Sigurðsson

Kristín Gunnlaugsdóttir

Daði Guðbjörnsson

Berglind Ágústsdóttir

Helgi fiórsson

Guðlaug Mía Eyflórsdóttir

Pétur Magnússon

Guðjón Ketilsson

Almar Atlason

Steinunn Önnudóttir

Hrafnkell Sigurðsson

Snorri Ásmundsson

Hekla Dögg Jónsdóttir

Haraldur Jónsson, borgarlistamaður

www.printandfriends.com

0