Þetta kaffi er tært og er gott jafnvægi á milli sætu, sýru og beiskju. Sem uppáhellt hefur kaffið bragðtóna af rauðum eplum og karamellu. Sem espresso minnir áferðin á hlynssíróp og bragðið á epli, hindber og dökkt toffí. Langt og gott eftirbragð.

Búgarður:  García
Bóndi:  Rudy García
Hérað:  Huehuetenango
Vinnsla:  Blautvinnsla og sólþurrkað á upphækkuðum beðum.
Afbrigði:  Pache, Bourbon
Hæð yfir sjávarmáli:  1500m-2000m

Kaffi sem ræktað er í Huehuetenango (borið fram vei-vei-tenango) er þekkt fyrir góð gæði í sinni framleiðslu. Héraðið er verndað fyrir frosti vegna staðsetningar sinnar, því að þangað berast heitir og þurrir vindar frá fjallagörðum

Mexíkó. Kaffi frá héraðinu er yfirleitt ávaxtaríkara en kaffi í öðrum héruðum Guatemala. Þetta getur verið vegna þess að þegar berin eru þurrkuð á stétt þá er þeim staflað hærra en venjulega. Þó svo að þessi aðferð sé kannski ekki ákjósanlegust þegar litið er til skilvirkrar þurrkunar, þá hefur niðurstaðan engu að síður þessi sérstöku bragðeinkenni héraðsins.

Þetta kaffi samanstendur af tveimur afbrigðum af Arabica kaffibaunum, sem eru Pache og Bourbon. Þetta samspil hefur skemmtileg áhrif á bragð kaffisinns. Bourbon gefur mikla sætu ásamt því að gefa ávaxtatóna og líflega sýru á meðan Pache er hlutlausara með mjúka áferð en þykir stundum pinkulítið flatt en hér gefur það mýkt og jafnvægi og stiður einstaklega vel við Bourbon afbrigðið.

Kaffi frá sama landi
0