In exhibition

Málverkin hans Ísaks Óla verða sýnd á tveimur stöðum, Kárastíg 1 og Brautarholti 2. Við hvetjum fólk til að ganga á milli þessara tveggja staða til að sjá fleiri af hans fallegu og litríku verkum.

Ísak er fæddur árið 1989 í Reykjavík og var greindur með dæmigerða einhverfu fjögurra ára gamall. Hann sýndi snemma hæfileika á sviði myndlistar og afköstin hafa ætíð verið með mikil. Þegar Ísak var 17 ára keypti mamma Ísaks ramma, akrýlliti og pensla fyrir hann. Ísak byrjaði strax að teikna og mála uppáhalds persónur sínar úr bókum sem hafa verið lesnar fyrir hann. List hans hefur æ síðan einkennst af þessum áhuga. Ísak málar í raun persónur eins og þær séu að stilla sér upp fyrir ljósmyndatöku. Auk þess er formfestan áberandi, þó með skemmtilegum undantekningum. Aðalpersónan er nánast alltaf lengst til vinstri og svo er besti vinur þar við hliðina. Hinar persónurnar koma síðan í ákveðinni mikilvægisröð. Ísak hefur haldið fjölda sýninga og er vinsæll málari.
Eftir menntaskóla stundaði Ísak m.a. nám í Myndlistaskólanum
í Reykjavík en vinnur núna í Gylfaflöt og á vinnustofunni Ási í Brautarholti.

Strumparnir eru fyrstu fyrirsæturnar sem Ísak byrjaði að teikna og mála. Hann væri sennilega ennþá einungis að mála Strumpana ef foreldrar hans hefðu ekki hvatt hann til að snúa sér að öðrum viðfangsefnum. Ísak á stórt safn af Strumpa fígúrum og DVD sem hann nýtur.
Eldri bróðir kynntu Tinna fyrir Ísak og eftir að hafa byrjað að mála Tinna á tunglinu hafði Ísak áhuga á að mála hann í öðru umhverfi. Fólk að drekka kaffi var hugmynd sem móður Ísaks kynnti fyrir honum og sem hann varð hrifinn af með tímanum og hefur nú áhuga á.
Þetta er sölusýning

0