In exhibition, i kring

Múrverkið / The Concrete is Abstract

Verið velkomin á opnun og útgáfuhóf Krot & Krass, Föstudaginn 3. Júlí Kl 17:00

„Við reisum borgir, krafturinn og skilningurinn er bundinn í stein. Við erum myndgrafarar, leggjum hvern múrstein á fætur öðrum. Gröfum niður til að byggja góðan grunn. Gildishlaðnir veggir rísa. Við reisum myndmál og smíðum skilning. Við leggjum línurnar upp á nýtt. Við erum verkamaðurinn, múrverkið og þungamiðjan.“

Krot & Krass eru tvíeykið Björn Loki og Elsa Jónsdóttir. Þau vinna með tungumálið sjálft: letur, orð og tilvísanir, rannsaka lestur í sínum víðasta skilningi og skoða möguleikana á því að miðla hugmyndum og reynslu í gegnum flókin kerfi stafa. Höfðaletur hefur verið þeirra helsta hugðarefni undanfarin misseri en letrið kom fyrst fram í íslenskum útskurði á 16. öld. Höfðaletur getur verið torlæsilegt og hefur allt frá uppruna þess verið sveipað dulúð. Krot & Krass leggja áherslu á umbreytingu umhverfisins og hafa unnið fjölmörg verk í almannarýminu undanfarin ár. Sýningunni fylgir formfræðirannsókn sem gefin var út af Les Éditions Cométe (FR) 13. mars síðastliðinn. Rannsóknin var silkiþrykkt á 54 blaðsíður og gefn út í 100 eintökum.

0