In exhibition, i kring

Sýningarnar opna sunnudaginn 13. október kl. 15:00 í Brautarholti 2 og eru hluti af utandagskrá Sequences IX. Allir eru velkomnir í leiðsögn og spjall á opnuninni sem hefst í Brautarholti 15:30.


Á sýningunum þremur sýnir Þorgerður ný og eldri verk sprottin út frá stafrófi veðurtákna.

Verkin fara inn á upplifun okkar af umhverfinu og draga athyglina að innri aðstæðum jafnt sem ytri. Flest okkar lesum meira í veðrið og skörp veðurskil í dag en áður og tilhugsunin að við séum farin að hafa bein áhrif á veðrið verður sífellt áþreifanlegra með hverju ári.

Þorgerður Ólafsdóttir (f. 1985) býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2013.

Þorgerður hefur sýnt verk sín á Íslandi, Norðurlöndunum, Bretlandi og Bandaríkjunum, ásamt því að vinna að sjálfstæðum verkefnum og útgáfum hér heima.

Hún var formaður stjórnar Nýlistasafnsins á árunum 2014 – 2018. Meðal eigin verkefna eru myndlistartvíæringurinn Staðir / Places sem fer fram á sunnanverðum vestfjörðum sem hún stýrir ásamt Evu Ísleifsdóttur.

 

0