In exhibition, i kring

Sýningin opnar formlega 23. ágúst kl 18:00 í Ásmundarsal, en við mælum eindregið með að sýningagestir fari í listigöngu milli kaffihúsa Reykjavík Roasters til húsa í Brautarholti 2 og Kárastíg 1. Allir velkomnir!

——-

Sýningu Kára Björns er skipt í þrjá hluta; heimildarverkefni, seríu sem fjallar um sannleika og lygar innan ljósmyndunar og samansafn mynda frá síðustu fimm árum í New York borg.

Kári Björn er fæddur og uppalinn í Reykjavík og útskrifaðist með BFA gráðu í ljósmyndun frá Parsons School of Design í New York árið 2018. Verk Kára Björns hafa verið sýnd í Aperture Foundation í New York, Eastern State Penitentiary Museum í Philadelphia og í State Hermitage Museum í St. Pétursborg í Rússlandi. í kring 03 er fyrsta sýning Kára Björns á Íslandi. Verk Kára hafa einnig verið sýnd í tímaritunum Dazed og Ain’t Bad.

Á veggjum Kárastígs má sjá samansafn mynda Kára Björns frá síðastliðnum fimm árum í New York. Ellefu háglans myndir og tíu smáar dye transfer myndir.

Í Brautarholti sýnir Kári seríuna Synergy. Samansafn smásagna í myndformi sem fjalla allar um lygarnar sem myndavélin getur framkallað. Þrjár 33x48cm myndir ásamt smáriti.

Í Ásmundarsal sýnir Kári útskriftarverkefni sitt frá Parsons School of Design, Maria. Verkefnið fjallar um eftirmál fellibylsins Maríu á Puerto Rico. Upprunalega gefið út sem tveggja parta smárit og sýnt í Aperture Foundation í New York í maí 2018. Hér sýnir Kári tvær 60x90cm myndir ásamt átta 33x48cm myndum.


Ásmundarsalur

Maria er heimildarverkefni, upprunalega gefið út af Kára Birni sem tveggja parta smárit í maí 2018. Verkefnið fjallar um eftirmál fellibylsins Maríu á Puertó Ríkó. María var mesti stormur ársins 2017 og fylgdi í kjölfarið í stórfellibylunum Harvey og Irma, sem voru núþegar búnir að valda miklum usla í Karabíska hafinu og í Suðurríkjum Bandaríkjanna. María náði landi á Puerto Rico um morguninn þann tuttugasta september og auga stormsins fór yfir eyjuna það sem eftir lifði dags.

Innviðir eyjunnar voru alls ekki í stakk búnir til að takast á við fellibyl af þessari stærðargráðu og
reif stormurinn með sér vegi og brýr á nokkrum klukkustundum. Flestöll ríkisrekin félög voru og eru stórskuldug og flestar landfyllingar eyjunnar voru annaðhvort að fyllast eða hafði verið skipað að loka. Ásamt því var meðalaldur raforkuverja að nálgast fimmtíu ár og tól og tæki mjög svo af skornum skammti. Yfir 90% raflína féllu í stormium og voru eyjaskeggjar án rafmagns í allt frá nokkrum vikum upp í tæplega ár.

Nokkrum vikum eftir Maríu gaf ríkisstjórn Puertó
Ríkó út að 64 hefðu látist, sú tala var dregin til baka og hækkuð upp í 2975 tæplega ári seinna. Eftirmál Maríu drógu einnig fram margar spurningar varðandi samband eyjunnar við Bandaríkin. Puerto Rico er
hluti af samveldi Bandaríkjanna en sambandið minnir meira á nýlendu en samveldi. Allir Puertó Ríkanar
eru bandarískir ríkisborgarar en einungis 54% Bandaríkjamanna vita það samkvæmt könnun sem var framkvæmd af Morning Consult stuttu eftir fellibylinn. Washington hefur ávallt hunsað þarfir eyjunnar og nýtt sér hráefni og afurðir þeirra. Gert er ráð fyrir
að allt að 15% heimamanna muni flytja burt áður en 2020 lýkur sem mun auka enn meira á efnahagsvanda þjóðarinnar þar sem meirihluti þeirra munu verða ungt og barnlaust fólk.


Kárastígur 1

Ég myndaði helst landslög áður en ég flutti til New York árið 2014. Probes sameinar myndir sem voru klipptar út úr verkefnum, snögg klikk frá göngutúrum og ljósmyndir frá persónulegum verkefnum sem aldrei urðu að veruleika. Probes skoðar landslag borgarinnar, fólkið sem fyllir göturnar og húsin dag hvern. Þeir svartsýnu segja að götuljósmyndum í New York sé dauð, að hápunktinum hafi verið náð með Meyerowitz, Arbus, Winogrand og Friedlander. Kynslóðin mín er bara alltof upptekin af fortíðinni.

Klisjan er sönn, götur borgarinnar eru alveg eins og leikhús og maður getur náð sér í bita úr sögunni með myndavélinni. Einkalíf þekkist ekki og fólk gengur um grátandi og hlæjandi í kór. Akkurat andstæðan við Ísland þar sem allir loka sig af. Sýningin fókusar á smáatriðin götuljósmyndum en sýnir einnig þakklæti sitt í garð gömlu 35 millimetra ljósmyndunar meistaranna.


Brautarholt 2

Fyrir öld stafrænnar ljósmyndunar og samfélagsmiðla var ljósmyndin álitin sem sannleikurinn, óumflýjanlegur. Ljósmyndarar hafa hinsvegar alltaf logið með maskínunni sinni, það er einfaldlega ekki hægt að sýna sannleikann á 1/125 úr sekúndu.

Synergy er samansafn smásagna í myndformi. Litlar lygar sem gerðust aldrei! Engar myndanna voru settar upp og ég vil ekki varpa ljósi á rangtúlkanir og blekkingar innan listformsins eða spyrja og svara spurningum um hlutleysi ljósmyndarinn eða ljósmyndarans. Synergy hampar þessum eiginleika vélarinnar sem við getum ekki losað okkur við, hún lýgur alltaf.

 

 

0