Í kring 01 „Brief session of affection” , inniheldur verk fimm ungra og efnilegra listamanna á þremur stöðum: Kárastíg 1, Brautarholti 2 and Freyjugötu 41 (Ásmundarsal) og stendur frá 14. júní til 9. júlí.
Sýningin verður opnuð 14. júní. Við þetta tilefni viljum við bjóða ykkur í lystigöngu, byrjum í Brautarh0lti 2 kl 16.30. Síðan er haldið leið sinni á Kárastíg 1 um klukkan 17:00 og við endum í Ásmundarsal on Freyjugata 41 kl 17.30. Við munum skála á hverju kaffihúsi fyrir sig og allir eru velkomnir!
Anna Story fæddist í Świdnica í Póllandi og útskrifaðist úr Eugeniusz Geppert Academy of Art and Design í Wrocław.
Uppspretta efniviðsins í verkum hennar er þrotlaus forvitni á mannlegri hegðun.
Aleksandra Malczewska fæddist í Varsjá árið 1989 og útskrifaðist úr Academy of Fine Arts í Varsjá og Łódź.
Hún er sérlega heilluð of fólki og sérviskulegum háttum þess, sem hún færir yfir á blað með hjálp blýants, vaxlita og bleks.
Helga Páley útskrifaðist með B.A. gráðu í listum frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og nam hreyfisköpun í Hyper Island í Stokkhólmi árið 2018.
„Mér líkar að teikna það sem fær mig til að hlægja, en ef það er ekki fyndið þá þarf viðfangsefnið að fullnægja mér á einhvern sérviskulegan hátt.”
Korkimon er sjónlistakona sem fæddist árið 1995. Hún útskrifaðist frá Sarah Lawrence College (NY) árið 2017.
Í heimi sem er yfirfullur af upplýsingum vafrar hún ákaft um og stekkkur frá einni áhugaverðri holu til þeirrar næstu samkvæmt helstu áætlun sinni sem er að hafa enga sérstaka áætlun. Niðurstaðan er ávallt þrungin tvíræðni og tilviljunarkenndri merkingu, og sýnir djúpt inn í holdið.
Yyngrii fæddist í Reykjavík 1991 og hefur verið virk í íslensku listalífi sem og út fyrir landsteinana góðan part af ævi sinni gegnum bæði einstaklings- og hópsýningar. Einnig hefur hún tekið þátt í gjörningum. Verk hennar vegsama tengsl hennar við náttúruna og aðrar víddir.
Þrátt fyrir að verk þessara fimm listakvenna nái yfir mismunandi miðla og nálganir höfum við tekið eftir leiðarstefi innan sýningarinnar sem snertir í okkur streng, falið meðal kraftmikilla lína og áhrifamikilla tákna birtist fegurð ófullkomleikans, oft í fylgd kaldhæðni og húmors, og leiðir stundum til dýpri uppgötvana.
Við erum stolt að sjá verk allra þessara efnilegu listamanna hlið við hlið á fyrstu sýningunni okkar, og vonumst til að sjá sem flesta 14. júní.