Dimtu – Tero Farm
2.900 kr.
Þetta er blómlegt kaffi sem er tært með bjartri sýru og meðalfyllingu. Bragðtónar sem minna á bergamot, svart te, appelsínublóm og jasmín fá okkur til að hugsa um blómlegt Earl Grey te sem hefur frískandi sítrus eftirbragð.
Land: Eþíópía
Búgarður: Dimtu Tero Farm
Hérað: Guji
Vinnsla: Þvegið
Afbrigði: Ýmis náttúruleg eþíópísk afbrigði
Hæð yfir sjávarmáli: 1808 – 2220m
94 in stock
Lýsing
Þangað til fyrir sex árum hafði Guji-kaffi nánast ekkert hlutverk í kaffigeiranum í Eþíópíu. Það var ekki fyrr en ungir fjárfestar tóku áhættuna og hófu að byggja vinnslustöðvar í svæðinu að hlutirnir fóru á flug. Bændur á staðnum fóru að rækta kaffiplöntur og afla sér tekna af því. Ungu kaffiplönturnar vaxa í steinefnaríkum eldfjallajarðvegi, sem er hagstætt umhverfi fyrir Arabica-kaffitegundir.
Búgarðurinn er staðsettur nálægt bænum Shakiso í litlu hverfi sem kallast Tero Kebelle. Dimtu Coffee Industry PLC er samvinnufélag sem Getachew Zeleke stýrir. Samvinnufélagið rekur sitt eigið fyrirtæki og vinnur náið með smábændum á staðnum.
Viðbótarupplýsingar
| Weight | 250 g |
|---|---|
| Veldu stærð | 1kg, 250g |
| Viltu kaffið í baunum eða malað | Heilar baunir, Malað kaffi |


