Kaffið er sætt með mjúka fyllingu. Nokkuð gott jafnvægi er á milli sætu, sýru og beiskju.
Eplatónar og sætt tóbak í bragði og gott milt eftirbragð.

Uppruni: Kosta Ríka
Hérað: Leon Cortes
Afbrigði: Caturra, Catuai
Vinnsla: Þvegið
Framleiðandi: Tarrazu samyrkjan, Carrizal samfélagið

Samyrkjan í Tarrazu er einstakt verkefni sem sniðið er að bændum og þykir það sérstaklega hvetjandi til þess að efla gæðin í ræktun á kaffi. Verkefnið hófst árið 2013 og einungis er tekið inn kaffi sem skorar hærra enn 86 á viðurkenndum Cup of Excellent staðli. Allir innan Leon Cortes héraðsins geta komið með kaffið sitt í vinnslustöðina og fengið framleiðslu sína metna að verðleikum. Rekstrarafkoman hefur verið notuð til að byggja vegi, búið til betri geymslur fyrir neysluvatn og endurbyggt menntastofnanir í Carrizal samfélaginu.

Meira kaffi
0