
Smá límonubörkur í bragðinu til að byrja með svo koma ferskjutónar fram og svart te í lokin.
Sætt kaffi, mjúk þétt fylling og nokkuð langt eftirbragð.
Uppruni: Idido, Yirgacheffe, Eþíópía
Framleiðandi: Margir smábændur
Vinnsla: Þvegið
Afbrigði: Typica, ýmis náttúruleg
Eþíópísk afbrigði
Þetta kaffi er unnið í vinnslustöðinni ARICHA . Kaffið er ræktað og unnið í litlu þorpi, eða kabele í Idido í Yirgacheffe héraði. Jarðvegurinn er kjörinn á því litla svæði sem þorpið spannar og berin eru tínd þegar þau eru fullþroskuð á tímabilinu milli nóvember og janúar. Eftir tínslu eru baunirnar valsaðar úr berinu innan 12 klst. og þvegin.