

Loftur hefur í meira en 30 ár unnið dægur-teikningar í minnisbækur, á ljósritunarblöð, dagblöð, afrífur af pappa og dagbækur eða hvað annað sem til féll til tjáningar og útskýringa af öllu mögu- og ómögulegu sem upp kemur í hvunndags samræðum við fólk í eldhúsinu, á fundi eða hvar sem var.
Eins og við er að búast hafa flestar þessar teikningar glatast, verið krumpaðar saman og fleygt í ruslið, en ekki allar.
Eins og við er að búast hafa flestar þessar teikningar glatast, verið krumpaðar saman og fleygt í ruslið, en ekki allar.
Verkin á sýningunni, sem öll eru unnin á árinu 2021, eru óður til dægur-teikninganna sem varðveittust og lifað hafa í dag- og skissubókum í vel á annan áratug.
Teikningarnar sem lifðu, hversu lítilfjörlegar sem þær kunnu að vera, eru honum nú uppspretta og innblástur á nýjum vettvangi og um leið áminning um að jafnvel litlar teikningar láta drauma rætast.
Teikningarnar sem lifðu, hversu lítilfjörlegar sem þær kunnu að vera, eru honum nú uppspretta og innblástur á nýjum vettvangi og um leið áminning um að jafnvel litlar teikningar láta drauma rætast.
Í upphafi starfsferils síns starfaði Loftur sem bakari en lengst af við framkvæmdastjórn markaðsdeilda bílaumboða.
Hann er nú nemi á öðru ári í listmálaranámi við Myndlistaskólann í Reykjavík.
Hann er nú nemi á öðru ári í listmálaranámi við Myndlistaskólann í Reykjavík.
Myndir frá opnuninni : Julie Gasiglia.