In exhibition, i kring

Innan-girðingar gefst leyfi fyrir óreiðu, fyrir utan gilda aðrar reglur. Hlutir liggja að svo virðist 

á tilviljunarkenndum stöðum, staflaðir saman eða foknir í eina átt, inn á milli gægist planta, kannski eru tafir á verkefninu, náttúran er alltaf handan við hornið. 

Kaffibollarnir eru orðnir margir sem hafa týnst á víð og dreif, alltaf er til kaffi og því ekki til fyrirstöðu en að taka með sér enn einn bollann. 

Þetta er  leikvöllur fullorðna, sandkassi fyrir kastala og gröfubíla. Ævintýri líkast. 

Þarna stafla þau upp öllum kubbunum sínum og úr verður hús. 

Ég bjó mér til mína eigin kubba.

Afgirt svæði og byggingarsvæði eru kveikjan að þessari sýningu. Rörin, spíturnar, grindurnar og aðrir undarlegir hlutir sem utanaðkomandi kann ekki skil á en vekja upp hugmyndir að öðrum formum og tilbúnum augnarblikum. Að horfa innangirðingar er góð tilbreyting inn í skipulagðan og stundum fyrirsjáanlegan hversdaginn.

Helga Páley Friðþjófsdóttir lauk BA- prófi á myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Teikning er Helgu hugleikin innan sem utan pappírsins, í ýmsum formum og aðferðum. Helga býr og starfar í Reykjavík. 

Helga Páley Instagram

 

0