In i kring

 

 

Sjönda sýning Í kring er samvinnuverkefni okkar og RÝMD, sem er stúdentagallerý hönnunar og myndlistarnema LHÍ. 

Fimmtán myndlistanemar úr hönnunar- og myndlistadeild sýna verk sín í bland við starfandi myndlistamenn. Í kring 07 er deilt niður í þrjár sýningar sem standa yfir í tvær vikur í senn:

Sýning #01 opnar 14. febrúar

Sýning #02 opnar 28.febrúar

Sýning #03 opnar 13. mars

Hver sýning hefst á leiðsögn kl 17 í Brautarholti 2 sem færir sig yfir á Kárastíg og lýkur í Ásmundarsal í léttum veitingum. 

RÝMD er sýningarrými stutt af Listaháskóla Íslands, staðsett í Breiðholti í húsnæði Nýlistasafnsins. Galleríið var stofnað árið 2017 og er rekið af núverandi nemendum skólans, en þar eru sýnd verk frá nemendum, bæði af íslenskum og erlendum uppruna sem stunda nám við skólann eða sambærilegum stofnunum. RÝMD er stökkpallur og hvatning fyrir rísandi listafólk til að setja upp verkin sín og halda sýningar, og með því að hafa aðgang að galleríinu geta nemendur farið skrefinu lengra í hugmyndavinnu sinni og sett upp sjálfstæð verkefni, eða undirstrikað verkefni unnin í skólanum. Galleríið er sérstaklega tileinkað nemendum og leggur áherslu á að styðja við feril þeirra og skólans.

Sýning #01 opnar 14.febrúar :
freyjugata 41 – Sean O’Brien and Steinn Logi Björnsson
kárastígur 1 – Brák Jónsdóttir
brautarholt 2 – Guðrún Óskarsdóttir

Sýning #02 opnar 28.febrúar
freyjugata 41 – Sabine A. Fischer and Jana Jano
kárastígur 1 – Kristín Einarsdóttir and Rossana Silvia
brautarholt 2 – Berglind Ósk Hlynsdóttir

Sýning #03 opnar 13.mars
Ariadna Garriga Ballarin
Shannon Calcott
Patricia Carolina
Sophie Durand
Þórunn Dís Halldorsdóttir

Sean Patrick O’Brien was born after the computer and before the internet in Hermosa Beach, California. At the age of two, he moved with his family to the coast of Maine, USA. O’Brien’s primary goal as an artist is to create an experience for the viewer that is engaging and encourages interaction. He wants people to touch, play, “feel like a kid,” go inside, explore and be curious so the work becomes about each person’s discovery as well as creating a shared experience of the strange and beautiful wonders of our universe. He is currently studying at Listaháskóli Íslands in the Masters in Performance Art.

Steinn Logi Björnsson
Steinn Logi Björnsson er tvítugur myndlistarnemi við Myndlistarskólann í Reykjavík. Undanfarið hefur hann verið í ævintýraleiðangum þar sem hann kannar það sem er óséð. Hvort sem það sé úti eða inni eða í hans eigin ímyndunarafli. Listin sem hann býr síðan til eru nokkurs konar minningar af því.

Steinn Logi Björnsson is a 20-year-old art student at myndlistarskolan í Reykjavík. He has been going on adventure expeditions where he explores what is unseen, whether it is outside, inside or in his own imagination. The art he then creates is a memory of that.

Brák Jónsdóttir
Brák Jónsdóttir fæddist árið 1996 og ólst upp í listagilinu á Akureyri. Hún hefur unnið sýningar og tekið þátt í verkefnum víða í Evrópu jafnframt því að tilheyra fjölskyldunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og gegna virku hlutverki í því mikla menningarstarfi þar. Brák er einnig meðlimur í samstarfshópnum Kaktus sem starfrækt hefur samnefnt sýningarrými á Akureyri frá árinu 2015. Verk Brákar taka helst á sig form vídjólistar og gjörninga, en árið 2018 hóf Brák nám við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur síðan þá unnið meira innsetningar og skúlptúra.

Brák Jónsdóttir was born in 1996 and brought up in her parents’ art studios in Akureyri. She has exhibited and taken part in projects widely in Europe alongside working for an arts and culture establishment called Alþýðuhúsið in Siglufjörður. Brák is also a member of a performance collective called Kaktus and they run a gallery in Akureyri since 2015. Her work often takes the form of a video or a performance, but since she enrolled in the Icelandic Academy of the Arts in 2018 her practice has evolved more around installation and sculpture.

Guðrún Óskarsdóttir
Guðrún Óskarsdóttir was born in Reykjavík in 1986. After graduating and working as an acoustic engineer, she returned to Iceland in 2018. She studied at The Reykjavík School of Visual Arts, 2018-2019, and she is currently a fine art student at The Iceland University of the Arts. In her artwork, the idea usually comes before the medium so she works with a variety of methods, embroidery, sculptures, audio and electronics.

Guðrún Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík 1986. Eftir útskrift og störf sem hljóðverkfræðingur í Kaupmannahöfn flutti hún aftur til Íslands 2018. Þá hóf hún nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík en er nú á myndlistabraut við Listaháskóla Íslands. Í verkum hennar kemur hugmyndin oftast á undan miðlinum og því vinnur hún með ólíkar aðferðir og miðla, ljósmyndun, skúlptúra, hljóð og ýmsa tækni.

Sabine A Fischer
Sabine A. Fischer was born in 1979 in Frankfurt (Oder), East-Germany. She is currently studying in the Lístaháskoli / IUA, MA Fine Art, and previously studied a BA in Modern History / Journalism at the University of Karlsruhe, Germany, as well as a Diploma in Fine Art, Acadamy of Fine Arts Leipzig. Postgraduate study in Fine Arts, Department of Media Art, Academy of Fine Arts Leipzig, Germany.

Sabine A Fischer fæddist árið 1979 í Frankfurt (Oder) í Austur-Þýskalandi. Um þessar mundir er hún mastersnemi við Listaháskóla Íslands en lærði áður bæði nútímasögu og fjölmiðlafræði í háskólanum í Karlsruhe og myndlist í Listaháskólanum í Leipzig, Þýskalandi.

Jana Jano
Jana Jano is a Czech artist based in Reykjavik. She works thematically, using different media. She calls herself a visual storyteller as her focus is to witness the essence of what she perceives, showing a new point of view.
Exhibited collection is an insight into the sense for abstract compositions in Reykjavik architecture focused on reflected feeling.

Jana Jano er með aðsetur í Reykjavík en kemur upprunalega frá Tékklandi. Hún hefur tileinkað sér þematengdar aðferðir og mismunandi miðla. Hún lítur á sjálfa sig sem myndrænan sögumann þar sem hún beinir athyglinni að kjarna umhverfi síns og gerir um leið grein fyrir nýju sjónarmiði.
Verkin á sýningunni fjalla um tilfinningu sem endurspeglar óhlutstæðar samsetningar í reykvískum arkítektúr.

Kristín Einarsdóttir
Kristín studies fine art at the icelandic university of arts. Her artwork varies from different material such as paintings, drawings, videos and sound work. Most of her works have one thing in common which is to be connected to pshycology in its widest meaning in one way or another and through her interest in experimenting with the human psyche.

Kristín er nemandi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún vinnur með hina ýsmu miðla svo sem málverk, teikningar, vídeó- og hljóðverk. Verk hennar eiga það flest sameiginlegt að vera tengd sálfræði í hennar víðustu merkingu, à einn eða annan hátt með rannsóknir og tilraunir á hugarstarfsemi og hegðun í huga.

Rossana Silvia
Rossanna Silvia (Pavia, 1980) is an Italian artist living in Reykjavik, Iceland. She studied Painting and Contemporary Sacred Art in Milan, at Brera Art Academy and Political Sciences at the University of Pavia. She studies the landscape through watercolours, pencils and inks on paper and canvas. She is also working with paper installations and videos in which the main features are the tension generated by a silent, slow, repeated vision and cycles in contemporary life or nature.

Rossanna Silvia (fædd 1980) er Ítölsk listakona, búsett í Reykjavík. Hún nam málaralist og nútíma-kirkjulist í listaakademíunni Brera í Mílan og stjórnmálafræði í Pavia háskólanum. Rossanna rannsakar landslagið með vatnslitum, blýi og bleki á pappír eða striga. Þar að auki vinnur hún pappírs-innsetningar og vídjóverk þar sem hún leikur sér með þætti eins og spennuna sem býr í þögninni, rónni, endurtekningunni og hringrásinni í hversdeginum og náttúrunni.

Berglind Ósk Hlynsdóttir
Berglind hóf göngu sína í fatahönnun við Listaháskóla Íslands haustið 2018, fyrir það lærði hún fatahönnun í Fjölbrautaskóla Garðabæjar og í Textilskolen í Kaupmannahöfn. Endurnýting hefur alltaf verið henni ofarlega í huga og seinustu ár hefur það verið efst í huga hennar þegar hún hannar.

Berglind began her studies in fashion design at the Iceland University of the Arts in the fall of 2018, prior to that she studied fashion design at Fjölbrautaskólinn in Garðabær and Textilskolen in Copenhagen. Recycling has always been a top priority for her.

Viljayfirlýsing

Í byrjun október 2019 hittumst við Ariadna Garriga Ballarin frá Spáni, Shannon Calcott frá Ástralíu og Þýskalandi, Patricia Carolina frá Mexíkó, Íslandi og Þýskalandi, Sophie Durand frá Ástralíu og Íslandi og Þórunn Dís Halldórsdóttir frá íslandi, í Krakow og ferðuðumst saman um Tatrafjöllin á einni viku.  

Þessi fyrsta sýning listaverka sem byggjast á viðbrögðum við þessari lífsreynslu þræðir leiðir minninga úr ferðinni og er sett saman úr efni sem við söfnuðum á leiðinni.

Með fjölbeyttum vinnuaðferðum hvers einstaks listamanns er byggð brú sem sameinar þátíð og nútíð, nærveru og fjarveru, og gerir sameiginlega og einstaklingsbundna upplifun á efniviðnum mögulega.

Hvert andartak er stutt en tjáningarrík lýsing, frásögn eða atburður.  Við að sjá verkin vaknar ímyndunaraflið og ályktanir eru dregnar um ferðina sem þau endurspegla. 

Gestavinnustofan “only mountains never meet” sem hópurinn stofnaði var hluti af “Off Venue” hluta Sequences Art Festival 2019.

Æviágrip

Ariadna Garriga Ballarin byggir myndlist sína á hugmyndinni um markalínur sem byggingareiningu, út frá þverfaglegum og þvertímalegum forsendum.  Markalínan sem miðja og sameining hugmynda um dvalarstað (dvalarstað sem byggingu, þróun og tilfinningu um að búa á Jörðinni) markalínan sem garður (útopía, paradís og heterotópía) og markalínan sem rými.  

Ariadna býr og starfar í Barcelona og útskrifaðist frá Universitat de Barcelona árið 2019. 

Patricia Carolina hefur numið land í ljóðum og kímni og notar sem tæki í myndlistariðkun sinni.  Hún heillast af hreyfanleika og tímatengingu hluta sem færast, renna saman og þróast.  Í verkum sínum leitast Patricia við að skilja á breiðum grundvelli þjóðflutninga, vinnu og vatn.  Hún vitnar oft í andstæða eiginleika vatnsins sem annars vegar er venjulegur en mikilvægur þáttur hversdagsins, en hefur einnig afl til að afmá öll merki um að við höfum nokkurn tímann verið til staðar.  Patricia býr og starfar í Reykjavík og útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2019.

Shannon Calcott er listamaður og býr í Berlín.  Í myndlistarvinnu sinni kannar hún tvíþætt eðli ljósmyndarinnar og arfleifð fjöldaframleiðslunnar með því að afbyggja fundnar myndir og efni með aðferðum analog og digital klippimynda. Í verkum sínum leitast hún við að skapa andrúmsloft flökkuþrár með því að sameina vinsæla nostalgíu, gervirómantík og tilbúning sem lýtur að ljósmyndinni sem bæði eftirmynd og hlut.  

Listiðkun Sophie Durand nær frá skurðpunkti skúlptúrs (minnismerki staðsett í tíma og rúmi) og gjörnings (byggður í verkum hennar á hefðbundnu leikhúsi, hún hefur áhuga á umbreytanleika leikhúsgjörnings sem hefst og verður að engu um leið og hann fæðist). Samhliða vinnur hún með málverk og teikningu.  Verk Sophie má rekja til skemmtisagna, söfnunar og minninga sem yfirleitt eru henni tiltækt efni/ safnað af henni, eða byggð á eigin reynslu og athugunum.  Markmið verkanna er að virkja geymt efni og minningar sem form, og þó þessi form séu ólík geta þau öll flokkast sem minningamyndir.  Sophie hefur búið og starfað í Reykjavík frá 2017.

Þórunn Dís Halldórsdóttir vinnur verk sín sem efnislega svörun við reynslu hennar og innan þess verkferlis sem efnið krefst.  Þessi svörun er bein og sjálfvirk og er oftast efnisgerð sem video eða teikningar, ásamt skrifum.  Þetta ferli getur þó í sumum tilfellum orðið að nýrri byrjun sem grunnur fyrir rannsóknir á prentmiðlum.  Markmið Þórunnar með notkun þeirra miðla er að þróa myndrænt tungumál sem getur miðlað hinu persónulega til áhorfandans.  Þórunn er á öðru ári í Listaháskóla Íslands og lauk nýlega skiptinámi í eina önn við Academy of Fine Arts í Varsjá.  

0