In exhibition, Uncategorized @is

Blóm í vasa

Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir og Gudrun Eriksen Havsteen-Mikkelsen sýna handgerða leirvasa í kaffihúsinu í samstarfi við blómastúdíóið Pastel. Þær leyfa hráefninu að ráða för og lofa óvenjulegri og litríkri útkomu.

Hver og einn vasi og blómvöndur er einstakur og engir tveir eru eins. Við reynum ekki að fela misfellurnar heldur leyfum þeim að njóta sín. Leir er hráefni sem auðvelt er
að móta en hefur engu að síður sinn sjálfstæða vilja og viljum við leyfa efninu að njóta sín og taka okkur í óvæntar áttir. Vasarnir eru flestir með fleiri en eitt op fyrir blómin sem gefur þeim svolítið einkennandi útlit þar sem blómin dreifast út um allar áttir, og minnir óneitanlega á hollenska túlípanavasann sem fyrst var búin til á 17.öld, hannaður sem skrautmunur fyrir blóm.

Pastel blómastúdíó framleiðir blómvendi og innsetningar úr afskornum, þurrkuðum og ferskum blómum. Pastel sækir innblástur í náttúruna, þar sem blómin eru ekki heft í fyrirfram ákveðnu formi blómvandar heldur fylgja sínum eigin reglum. Náttúrulega formið er svo tekið áfram og umbreytt í ævintýralegar og óvæntar samsetningar.

Þetta er sölusýning

0