Kórinn Kliður fagnar komandi sumri með tónleikahaldi í Ásmundarsal þann 28. apríl næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 með upphitunaratriði úr röðum Kliðs áður en kórinn tekur við.
Kliður er samtíningur tónlistarmanna, listafólks, rithöfunda og allskonar fólks sem hefur um nokkurra ára skeið hist vikulega og æft, þróað og sungið ný verk eftir meðlimi kórsins.
Höfundar verkanna sem verða flutt að þessu sinni eru María Huld Markan Sigfúsdóttir, Valgeir Sigurðsson, Snorri Hallgrímsson, Pétur Ben, Baldur Hjörleifsson, Marteinn Sindri Jónsson, Kjartan Holm og stjórnandi Kliðs, Jelena Ciric.
Öll hjartanlega velkomin! Aðgagnseyrir 2000 kr selt við hurð Húsið opnar 19:00