Úr vefversluninni  • 22 maí
    #Betrakaffiheima í myndum Vinnusmiðjan #betrakaffiheima er kjörið tækifæri til að koma í...

RISTARINN

Hjarta Reykjavík Roasters slær í Giesen-ristaranum, en þaðan kemur allt kaffið sem við þurfum fyrir kaffihúsið, heildsöluna og búðina. Brennslumeistararnir hafa áralanga reynslu af iðninni og eru næm fyrir þeim dyntum sem kaffið kann að hafa, eftir því hvaðan það kemur, hvers kyns afbrigði það er eða hvernig það er unnið.

KAFFIHÚSIÐ

Alveg síðan dyrnar að Kaffismiðju Íslands voru opnaðar í desember 2008 hefur verið iðandi líf á Kárastígnum. Fastakúnnarnir okkar hafa tekið virkan þátt í þeim stöðugu breytingum sem kaffihúsið hefur gengið í gegnum, þar á meðal sjálfa nafnbreytinguna yfir í Reykjavík Roasters.

BÚÐIN

Vöruúrvalið hjá okkur er sístækkandi; það eru alltaf að koma nýjar kaffigræjur á markaðinn og aðferðir við að gera kaffi eru orðnar aðgengilegri með degi hverjum. Við viljum geta boðið upp á það besta fyrir helstu aðferðir ásamt nýjasta kaffinu hverju sinni.

SKÓLINN

Þekkingarleit er drifkrafturinn í fyrirtækinu. Við gefum okkur ekki út fyrir að vera með réttu svörin. Því sem haldið var fram í gær er hrakið í dag og uppgötvanir morgundagsins leiða af sér nýjan skilning á kaffi. Okkur langar til að deila því með ykkur hér á blogginu.