Da Lagoa
2.200 kr. – 8.400 kr.
Sætt og bragðmikið kaffi með þéttri fyllingu. Bragðtónar af dökku súkkulaði, sykurhúðuðum appelsínuberki og dökkri karamellu. Sætt píputóbak í eftirbragði
Land: Brasilía
Framleiðandi: Joaquim Paiva
Hérað: Minas Gerais
Vinnsla: Náttúruleg vinnsla
Afbrigði: Catucai, Catuai og Acaiá
Hæð yfir sjávarmáli: 950 – 1155M
Lýsing
Fazenda da Lagoa er staðsett í fræga kaffiræktarsvæðinu Sul de Minas í Minas Gerais, aðeins nokkur hundruð kílómetra frá Sao Paulo og Rio de Janeiro, í um 1.100 metra hæð yfir sjávarmáli og með kjörið loftslag fyrir kaffiframleiðslu.
Uppruni Fazenda da Lagoa nær aftur til ársins 1764, þegar portúgalska krúnan gaf hinum svokallaða Jangada, elsta forföður landbúnaðarstjórans J. Paiva jörðina. Þetta er einn elsti kaffibúgarður í héraðinu „Campo das Vertentes“ og hefur haldið nánast sömu stærð fram til dagsins í dag. Þekking á því hvernig á að framleiða eitt besta kaffi Brasilíu hefur gengið frá kynslóð til kynslóðar síðan á 18. öld.
Viðbótarupplýsingar
| Weight | N/A |
|---|---|
| Veldu stærð | 1kg, 250g |
| Viltu kaffið í baunum eða malað | Heilar baunir, Malað kaffi |


