SAN ANTONIO DE ESQUIPULAS

2.000 kr.

Þetta kaffi er sætt, með góðri sýrni sem gefur því gott jafnvægi. Mjúk fylling og bragðeinnkenni af dökkum vínberjum, blóðappelsínu og döðlum.

FRAMLEIÐANDI: Jorge Ovalle Mendez
HÉRAÐ: Huehuetenango, Guatemala
AFBRIGÐI: Bourbon, Caturra & Typica
VINNSLA: Þvegið og svo þurrkað á upphækkuðum beðum og Guardiola

95 in stock

Category: Tag:

Lýsing

Jorge Ovalle Mendez hefur ræktað kaffi á búgarði sínum frá árinu 1965. Af 95 hekturum af landi eru 49 af þeim þaktir kaffiplöntum. Jorge notar ekki skordýraeitur og hann nálgast ræktun sína á með nýsköpun að leiðarljósi til þess að auka gæði vöru sinnar.

Eftir tínslu þá er aldinkjötið valsað utan af bauninni áður en hún er látin gerjast í sérútbúnum gerjunartönkum í um 12 klukkutíma. Að því loknu eru berin þvegin með hreinu vatni  og kaffið er látið þurrkast á upphækkuðum beðum og síðar í þurrkara eða Guardiola í 36-42 klukkutíma við 35 gráður á selsíus.

0