RUBIELA VELÁZQUEZ

2.000 kr.

Kaffið hennar Rubielu er flókið í bragði, ljúf og kremuð áferð sem minnir helst á karamellu. Sýrnin minnir á sæta blóðappelsínu og eftirbragðið er tært og sætt. Rubiela heldur áfram að heilla okkur uppúr skónum með sínu frábæra kaffi.

  • FRAMLEIÐANDI ••••••••••••••••••••••• Rubiela Velázquez
  • LAND ••••••••••••••••••••••••••••••••• Kólumbía
  • HÉRAÐ ••••••••••••••••••••• Planadas, Tolima
  • HÆÐ YFIR SJÁVARMÁLI •••• 1900 metrar
  • VINNSLA ••••••••••••••••••• Þvegið
  • AFBRIGÐI •••••••••••••••••• Castillo
  • UPPSKERUÁR ••••••••••••••••••••••••••• 2019

Out of stock

Category:

Lýsing

Rubiela Velázquez ræktar kaffið sitt hátt yfir sjávarmáli og það er ein af ástæðunum bakvið það flókna bragð sem hún nær úr því. Í þessari hæð er mjög sveiflukennt hitastig milli dags og nætur og hefur það mikil áhrif á hvernig brögðin þróast þegar berin eru að þroskast. Búgarður hennar, La Esmeralda er afar afskekktur og aðeins aðgengilegur fótgangandi eða á hestibaki. Þannig að ár hvert, nýtir hún asna  til að flytja uppkeru sína til nærliggjandi vegar þar sem kaffið er síðan ferjað í trukka og selt. Þetta er fjórða uppskeran sem við flytum inn frá Rubielu og þegar við tökum fyrsta sopann er það með hápunktum ársins.