Kaffið frá Jose Anargel er flókið í bragði og er afar hentugt fyrir hefðbundna uppáhellingu. Miðlungsfylling, sætt, tært og áferðin mjúk. Það má greina heslihnetur, vínber og vanillu í bragði og jafnframt sæt bláber í eftirbragði.

Uppruni: China Alta, Tolima
Búgarður: Morro Azul
Hæð yfir sjávarmáli: 1990m.
Bóndi: Jose Anargel Rodríguez
Vinnsla: Þvegið
Afbrigði: Castillo

Við kynntumst Jose Anargel í júlí síðastliðnum, þegar hann slóst í för með okkur á mótorhjólinu sínu að heimsækja um 20 kaffiræktendur í Tolima héraði í Kólumbíu. Jose er þekktur fyrir að hafa unnið fyrstu keppni sem haldin var þar í landi á milli kaffiræktenda og að hans sögn er það mikil viðurkenning. Dómnefndinni þótti kaffið frá Morro Azul í góðu jafnvægi, hafði góða sýrni og afar framandi. Við urðum ekki svikin og smökkuðum það blint í hópi 50 annarra kaffitegunda frá héraðinu. Kaffið frá José lenti auðveldlega í topp 5 –  þannig við keyptum 11 sekki, eða 770kg.

Kaffi frá sama landi
0