Um sendingar

Sendingardagar

Við sendum allt kaffi úr vefversluninni tveimur virkum dögum eftir pöntun. 

Ef þú vilt fá kaffið malað, þá þurfum við að vita frá þér er hvernig þú hellir upp á (fyllist út í liðnum „Skýring með pöntun“) svo að við getum stillt kvörnina okkar eftir því.

Sendingarkostnaður

Kaffi sem vegur 500g eða minna (1-2 250g kaffipakkar) sendum við án viðbætts sendingarkostnaðar. Einnig fellur sendingarkostnaður niður ef pöntun hljóðar upp á meira en 10.000kr. Annars er sendingarkostnaður 990 kr. innanlands, óháð póstnúmeri.