Skilmálar

Skilmálar

Reykjavík Roasters áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pantanir, t.d. ef vara er vitlaust verðmerkt eða uppseld, og til að breyta verðum og vöruframboði. Viðskiptavinur fær þá endurgreitt eða getur valið sér aðra vöru.

Upplýsingar um seljanda

Seljandi er Kaffismiðja Íslands ehf, kt: 500708-0690 til húsa að Kárastíg 1, 101 Reykjavík (sjá ítalega skráningu hjá RSK hér).  Við ristum og seljum hágæðakaffi, uppáhellibúnað og annað sem kaffibarþjónninn heima fyrir gæti þurft. Við veitum ráðgjöf um allt sem snertir kaffi, kaffihúsarekstur, ristun og fleira sem snertir kaffiiðnaðinn.

Loforð um ferskleika

Við forðumst að birgja okkur upp af ristuðu kaffi til margra vikna enda er það í öskrandi mótsögn við það sem við stöndum fyrir. Kaffi er ferskvara og nær hátindi í bragði og ilmi á fyrstu vikunum. Við mælum eindregið með því að kaupa alltaf ferskt og minna magn í einu. Gott viðmið er að njóta kaffis innan fjögurra vikna frá ristunardegi.

Skilaréttur

Viðskiptavinir okkar hafa 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að þeir hafi ekki notað vöruna, hún sé ekki sérsniðin að þörfum kaupanda, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Niðurtalning hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Varan er endurgreidd að fullu innan 30 daga eftir að henni er skilað ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar, nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.

Verð

Allt verð í vefversluninni er í íslenskum krónum og er virðisaukaskattur innifalinn. Verð er birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í vefversluninni getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar samanber ákvæði þess efnis hér að framan.

Greiðslumöguleikar

Seljandi notar örugga greiðslugátt frá Dalpay. Hægt er að greiða með kreditkortum frá öllum helstu kortafyrirtækjum, eða með bankamillifærslu. Þegar greiðslan hefur borist fær viðskiptavinur tölvupóst eða sms með staðfestingu á pöntun.

Eignarréttarfyrirvari

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu.

Trúnaður

Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin.

Lagaákvæði

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt . Niðurtalning á öllum frestum sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefst þegar móttaka vöru á sér stað.

Höfundarréttur

Allt efni á www.reykjavikroasters.is texti, grafík, lógó og myndir, er eign Kaffismiðju Íslands ehf.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá 1.4.2014. Ef þú þarft nánari upplýsingar, sendu okkur þá fyrirspurn á mail@reykjavikroasters.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.

Sendingardagar

Við sendum allt kaffi úr vefversluninni á fimmtudögum eða degi eftir ristunardag.  Fyrir þann tíma erum við á fullu við að rista kaffið, líma miða á kaffipakkana, dagsetja og stimpla með lógói og vigta kaffið í pakkana á meðan það er ennþá brakandi ferskt. Við afgreiðum pantanir fram að hádegi á miðvikudegi og færast allar pantanir eftir þann tíma sjálfkrafa viku síðar.