HUGMYNDAFRÆÐI

Góður bolli af heitu kaffi býr yfir einhverju dulmagni. Að njóta kaffis getur verið margslungin helgiathöfn, en á sama tíma frekar einföld og fyrirferðalítil tilfinning. Við sem stöndum að Reykjavík Roasters stefnum alltaf að því að skapa þessa tilfinningu með sérhverjum þeim kaffibolla sem við bjóðum upp á.

Hugmyndafræðin bak við fyrirtækið okkar er sáraeinföld: Við viljum flytja inn fyrirtakskaffibaunir, rista þær af alúð og laga af þeim kaffi eftir okkar bestu getu, þannig að kaffiunnendur jafnt sem við sjálf getum notið þess.

ÞEKKINGAÖFLUN

En þótt hugmyndin sé einföld þá liggur jafnframt mikil vinna að baki hverjum kaffisopa. Til að nálgast fullkomna lögun er hvert skref í framleiðslunni stigið af gætni svo að bæði kaffibaunirnar sem og viðskiptavinirnir fái verðskuldaða meðhöndlun. Sérhver sending af baunum er skoðuð nákvæmlega og ristuð með mismunandi nálgunum þar til sú sem hæfir best í það skipti er fundin. Miklum tíma og orku er varið í að þjálfa hvern og einn starfsmann svo að þekking þeirra og hæfni nýtist til að þjónusta viðskiptavini okkar.

MARKMIÐ OG GILDI

Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og kallaðist þá Kaffismiðja Íslands. Kaffihúsið varð fljótlega vinsæll áningarstaður í miðbæ Reykjavíkur en árið 2013 tók það miklum stakkaskiptum. Þá varð Reykjavík Roasters til með það að markmiði að flytja inn gæðakaffi sem framleitt væri í fullum samhljómi við náttúru jarðar sem og jarðarbúa. Þetta er ástæðan fyrir því að við sérveljum kaffibúgarða erlendis og reynum að vera eins umhverfisvæn og okkur er auðið.

Takmark okkar er ekki að framleiða og selja eins mikið magn og við getum. Þess í stað viljum við skapa krefjandi en ánægjuríkt starfsumhverfi fyrir starfsfólk, eigendur og viðskiptavini, þar sem við getum aukið hæfni okkar og skemmt okkur um leið. Því er í rauninni hægt að segja að Reykjavík Roasters sé fyrst og fremst hugmynd – tilfinning sem býr hið innra líkt og eftiráhrifin og góðum kaffibolla.

0