Kaffihúsin

Við rekum kaffihús í Reykjavík sem eiga það þó sameiginlegt að kaffið sem þar er á boðstólnum er sérvalið, ristað og framreitt af okkur. Á kaffihúsum okkar tveimur viljum við bjóða upp á kaffi sem okkur finnst gott, handa fólki sem kann það vel að meta.

Við erum í sífellu að læra eitthvað nýtt um kaffi, nýjar aðferðir við kaffigerð og erum alltaf tilbúin í spjall um gott kaffi og nýjar nálganir við uppáhellinginn. Þannig getum við fært þér það yndislegasta sem frábært kaffi hefur upp á að bjóða.

Kárastígur

Upprunalega kaffihúsið opnaði í lok árs 2008 undir nafninu Kaffismiðja Íslands. En á vordögum árið 2013 gekkst það undir endurnýjun lífdaga og fékk nafnið Reykjavík Roasters. Húsið var byggt árið 1929 og eitt sinn var tvískipt verslun í rýminu. Öðru megin var nýlenduvöruverslun og hinum megin mjólkurbúð þar sem selt var skyr og mjólk í lausu eins og tíðkaðist í þá daga. En nú er ristunin og öll kaffiframleiðsla staðstett á Kárastíg. Alla virka daga erum við að rista og því geta gestir forvitnast um hvaða kaffi er í ristaranum hverju sinni.

Opnunartími:                                   Heimilisfang:

Virkir dagar:  08:00-18:00               Kárastígur 1,

Helgar:           09:00-18:00                101 Reykjavík, Ísland

Sími: 517-5535

 

Kárastígur-24

Brautarholt

 

Brautarholt-5

Annað kaffihúsið opnaði í ágúst árið 2015 í Brautarholti 2, þar sem Japis og síðar Hljóðfæraverslunin Rín voru eitt sinn til húsa. Í Brautarholti er metnaðarfullur bruggbar þar sem við bruggum kaffi og te af miklum móð. Fyrir hádegi á föstudögum setjum við upp kaffismökkun á ristunum vikunnar eða á nýjustu uppskerunum hverju sinni. En aðallega smökkum við til gamans og að sjálfsögðu er öllum frjálst að kíkja við og taka þátt.

Opnunartími:                                 Heimilisfang:

Virkir dagar:  08:00-18:00             Brautarholt 2,

Helgar:           09:00-18:00              105 Reykjavík, Ísland

Sími: 552-3200

Sendu okkur línu!

Hvað heitirðu?

Hvað er e-mailið þitt?

Hverju getum við svarað fyrir þig?

captcha

Komdu í heimsókn

Þú getur alltaf kíkt í heimsókn þegar að það er opið. Við erum niðrí bæ á Kárastíg 1.